We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Fjallganga

from Saknað fornaldar by Anna María

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $1 USD  or more

     

  • Compact Disc (CD) + Digital Album

    Comes in a lovely gatefold card case with artwork by Sölvi Dúnn Snæbjörnsson. Photos by Elísabet Hugrún Georgsdóttir.

    Includes unlimited streaming of Saknað fornaldar via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 7 days
    Purchasable with gift card

      $16 USD or more 

     

about

Song by Anna María Björnsdóttir
Poem by Tómas Guðmundsson

lyrics

Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda, að sárið nái að beini.
Finna, hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin:
,,Elsku Drottinn,
núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!''
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.

Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa aftur upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
Náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.

Verða kalt, er kvöldar að.
Halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr í móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér,
að höndin sleppi.
Hugsa sér,
að steinninn skreppi.
Vita urðir við sér taka.
Heyra í sínum beinum braka.
Deyja, áður dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.

Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því;
,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!
Fjöllunum ungur eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara
best að fara
beint af augum,
því hversu mjög sem mönnum finnast
fjöllin há, ber hins að minnast,
sem vitur maður mælti forðum
og mótaði í þessum orðum,
að eiginlega er ekkert bratt,
aðeins mismunandi flatt.

credits

from Saknað fornaldar, track released October 30, 2012
Recorded and mixed by Birgir Jón Birgisson in studio Sundlaugin, Iceland
Mastered by Greymarket mastering

Instruments:
Hilmar Jensson: electric guitar
Matthias Hemstock: drums and percussion
Tómas Jónsson: synthesizer and hammond orgel
Valdimar Olgeirsson: bass
Þórdís Gerður Jónsdóttir: cello
Anna María Björnsdóttir: vocals and piano

license

all rights reserved

tags

about

Anna María Iceland

contact / help

Contact Anna María

Streaming and
Download help

Shipping and returns

Report this track or account

If you like Anna María, you may also like: