Saknað fornaldar

by Anna María

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $7 USD  or more

     

1.
04:34
2.
03:45
3.
4.
5.
07:47
6.
06:23
7.
8.
06:36

credits

released October 29, 2012

tags

license

all rights reserved

about

Anna María

contact / help

Contact Anna María

Streaming and
Download help

Track Name: Minn friður
Minn friður er á flótta,
mér finnst svo tómt og kalt;
ég geng með innri ótta,
og allt mitt ráð er valt.
Ég veit ei, hvað mig huggi,
og hvergi sé ég skjól;
mér ógnar einhver skuggi,
þótt ég sé beint við sól.

Ég spyr mig: hvert skal halda?
en hvergi flýja má;
ég hrópa: hvað skal gjalda?
því hvergi neitt ég á.
Því stenst minn styrkur eigi,
sem stormi lostin björk
mitt höfuð þreytt ég hneigi
á hryggðar eyðimörk.

Þó lýsir líknarvonin,
ég lyfti trúar staf;
ég er í ætt við soninn,
sem eta girnist draf.
Ég sé mitt frelsi, faðir,
ég fylgi sveini þeim;
ég þekki ráðið, það er:
til þín að hverfa heim.

Þú breiðir arma bjarta
og barnið faðmar þitt,
ég finn þitt heita hjarta,
og hjartað fagnar mitt.
Ég vil ei við þig skilja,
ég vel þitt náðar-skjól;
mitt veika líf er lilja,
þín líkn er hennar sól.
Track Name: Neistaflug
Það á jörð, er kvikast kól
og kreppt var af þyngstum harmi,
ljósbrot skærst frá lífsins sól
leysir í skáldsins barmi.

Vaxi í snerting von og þrá,
verður neisti að orði,
og leiftur yfir land og sjá
leggur af skáldsins borði.
Track Name: Saknað fornaldar
Sakna’ ég frægra forðum
fyrirmanna lands;
gát í gjörð og orðum,
guð og lögmál hans
elskuðu margir leynt og ljóst;
lítilmannligt líst þeim nú
að leggjast á hans brjóst.

Hvar er höfðings þótti?
Hvar er rausnin nú?
Hvar er herrans ótti?
Hvar er dyggð og trú?
það er komið á ringul-reið;
öfund vex, en ómennskan
engu kemur á leið.

Í öllu vilja vera
vitrir, lærðir; þó,
ávöxt engan bera;
áreynslan er mjó,
þurfi landið þeirra við;
blákalt ætla’ að berja fram,
bannsett óvitið.

Þó sumir sýnist nettir,
siðugir, klókir best,
og alþýðan þar eftir
apa vilji mest,
gull er ei allt sem glansann ber,
aðrar þjóðir aðra snilld
akta, trúðu mér.
Track Name: Í útlensku regni
Í þungu regni geng ég einn og ann
því eina spori er færir mig til þín.
Margt heimsins angur þjakar þreyttan mann
sem þekkir ekki veginn heim til sín.

Því hvert mitt spor er spurn um lífsins veg
í spariskóm á dansleik fjarri þér.
Mér þykir stemning loftsins undarleg
og lífið vera að henda grín að mér.

Á kinn mér drýpur kalt og útlenskt regn
sem kalið tár er forðum heitt þar brann.
Ég týndi þeim sem gaf mér gæfu og megn
en gafst í stað þess dauðkalt minni um hann.
Track Name: Í landsýn
Tinda fjalla
eg sé alla
upp úr sjá,
hamrastall
og björgin blá;
hvítra skalla
hreinan mjalla
hríslar geislum á
sunna sævi frá.

Þegar síðast
sæluhlíðar
sá ég þær,
sem nú þýður ber að blær,
gleðin flýði,
harma hríðin
hraut á kinnar tvær ---
land tók sollinn sær.

En, þá líta
eyju hvíta
aftur má
faldi ýta upp úr sjá,
harmur þrýtur,
fögrum flýtur
í fegins tárum brá
barni Íslands á.

Ennisháa,
brúnabláa,
björt og hýr,
móðir áa minna dýr!
Lát mig hjá þér
lifa ---- og dáinn
leggja bein, þá flýr
æðar ylur hlýr.

Ef úr mér kvolast
andargolan á í sjá
eftir þolað stríð og stjá,
láttu skolað,
bára, bol að
björgum háum þá
feðra fjöllum hjá.

Líkams böndum
losuð öndin
lætur þá
sævar ströndum sveimað hjá,
fjöll og löndin,
logabröndum
leiftruð, speglast sjá
skoðar skýi frá.
Track Name: Málróf
Þú hugsýn hverja í glamri á borðin ber
og byltir skapi í stórum frekjuorðum.
Veist ekki' að styrksins fyrsta einkunn er
öllu að halda föstu í vitsins skorðum.

Frá ótal feðra og mæðra deilda deild,
i djúpum blóðs, er skurk í mál þitt runnið.
En það, að skapa úr brotum heilda heild
er hlutverk manns, í þögn sem getur unnið.

Á ystu miðum aldrei vissi ég neinn
við orðagjálfur lag í þrautum binda.
í kyrrð, við gleði og sorgar samleik einn,
fer sála mannsins upp á hæsta tinda.
Track Name: Mín ást til þín
Hve heit er ást mín? Efni þessa lags
er öll sú vídd og dýpt er sál mín ber
af ást til þín, þótt allt sem lúti að þér
sé ofar vitund heims og línum brags.

Ég elska þig í önnum sérhvers dags,
við yl af kertaljósi er myrkrið sker,
í anda þess sem aðeins frelsið sér,
af alhug sem ei vitjar lofs til hags.

Ég tilbið þig með ástríðunnar eldi,
af öldungs tryggð, af barnsins undirgefni,
með týndri ást, með trú sem barn ég seldi.

Og þér sem gefur anda mínum efni
í öll mín bros og tár, ég heiti að kveldi
að elska þig jafn heitt í hinsta svefni.
Track Name: Fjallganga
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda, að sárið nái að beini.
Finna, hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin:
,,Elsku Drottinn,
núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!''
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.

Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa aftur upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
Náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.

Verða kalt, er kvöldar að.
Halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr í móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér,
að höndin sleppi.
Hugsa sér,
að steinninn skreppi.
Vita urðir við sér taka.
Heyra í sínum beinum braka.
Deyja, áður dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.

Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því;
,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!
Fjöllunum ungur eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara
best að fara
beint af augum,
því hversu mjög sem mönnum finnast
fjöllin há, ber hins að minnast,
sem vitur maður mælti forðum
og mótaði í þessum orðum,
að eiginlega er ekkert bratt,
aðeins mismunandi flatt.